Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,07% og stendur nú í 2828.18 stigum.   Dow Jones hækkaði um 0,87% og Standard & Poor um 1,2%.

Eins og sjá má var almenn hækkun á mörkuðum og þrátt fyrir hrakfarir fjármálafyrirtækja síðustu daga hækkuðu þau um 1,3% í dag. Hins vegar hafa fjármálafyrirtæki lækkað um 15,6% á ársgrundvelli.

Olíuverð náði einnig hámarki í dag. Verð á hráoliu fór í dag í 97 dali. Exxon olíufélagið tilkynnti um góða afkomu en aftur á móti lækkaði American Airline flugfélagið um 3,5% í dag og er búist við frekari lækkun margra flugfélaga þar sem þau eru viðkvæmari fyrir breyttu olíuverðari en önnur fyrirtæki. Á morgun er búist við tölum um að eldsneytisbirgðastaða í Bandaríkjunum sé of lág og það gæti haft frekari áhrif á markaðinn.