Vöruskiptahalli í Bandaríkjunum jókst um 18,2% á milli mánaða í september síðastliðnum og nam alls um 36,5 milljörðum Bandaríkjadala.

Þetta er nokkuð meiri halli en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir og sá mesti á milli mánaða í áratug að sögn Reuters fréttastofunnar.

Innflutningur jókst um 5,8% á milli mánaða, sem er mesta aukning á milli mánaða frá árinu 1993 og þykir að sögn greiningaraðila hjá Reuters gefa til kynna að einkaneysla sé að aukast, en skýrir um leið mikinn og óeðlilegan vöruskiptaójöfnuð.