Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum við opnun markaða í morgun. Nasdaq hefur hækkað um 0,5%, Dow Jones um 0,6% og S&P 500 hefur um 0,1%.

Washington Mutual, stærsta tryggingar og lífeyrisfyrirtæki Bandaríkjanna hækkaði um 12% við opnum markaða eftir að fjárfestingafyrirtækið TPG tilkynnti að það myndi fjárfesta um 5 milljarða Bandaríkjadala í fyrirtækinu. Samningaviðræður milli félaganna standa nú yfir.

Auk þess hafa, líkt og í Asíu og í Evrópu, hrávöruframleiðendur hækkað nokkuð í kjölfar hækkunar á hráefnisvörum.