Síðastliðin vika á bandaríksum hlutabréfamarkaði er ein hin versta síðan árið 2001, þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á Tvíburaturnana 11.september 2001. Áhyggjur fjárfesta þess efnis að 700 milljarða björgunaraðgerð ríksins yrði ekki að veruleika var aðalhvati lækkunarinnar, en þrátt fyrir að fulltrúadeildin hafi samþykkt frumvarpið nú, hafnaði hún því í annarri mynd fyrr í vikunni. Bloomberg segir frá þessu.

Í viðskiptum dagins lækkaði S&P 500 um 1,4%, Dow Jones um 1,5% og Nasdaq um 1,5%.

Citigroup lækkaði um 18%, eftir að Wells Fargo komst að samkomulagi við Wachovia um yfirtöku á síðastnefnda fyrirtækinu. Citigroup hafði áður átt í viðræðum við Wachovia sem voru komnar nokkuð langt á veg.