Hættan á samdrætti í Bandaríkjunum hefur aukist og Seðlabankinn ætti að gera eitthvað í því. Þetta er niðurstaða könnunar WSJ.com meðal hagfræðinga. 50 af 52 hagfræðingum sem spurðir voru gera ráð fyrir að Seðlabankinn muni í dag lækka vexti sína.

Hagfræðingarnir sem við var rætt telja að meðaltali að 38% líkur séu á samdrætti í Bandaríkjunum, sem er hæsta gildi í þrjú ár og hækkun frá 33,5% í nóvember. Hagvaxtarspá fyrir yfirstandandi ársfjórðung var einnig lækkuð, úr 1,6% í 0,9%.