Samkvæmt húsnæðisvísitölu Standard & Poor‘s lækkaði húsnæðisverð á tuttugu helstu þéttbýliskjörnum Bandaríkjanna um 1% milli mánaðanna júlí og ágúst.

Þá hafði húsnæðisverð lækkað um 16,6% milli ára í ágústmánuði.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

„Lækkunin hefur verið regluleg síðustu mánuði og það er ekki útlit fyrir anna en að hún haldi áfram,“ segir David M. Blitzer, forstöðumaður húsnæðisvísitölu Standard & Poor's í samtali við Reuters.

Í frétt Reuters kemur fram að mikið framboð af óseldum íbúðum, strangari lánaskilyrði og aukin nauðungarsala geri það að verkum að húsnæðisverð heldur áfram að lækka.

Þá hefur húsnæðisverð í stórborunum Miami, San Francisco, Los Angeles og San Diego lækkað um 25% milli ára en aftur á móti um 30% í Las Vegas.