Húsnæðisverð vestanhafs lækkaði um 5,3% í júlí síðastliðnum, samkvæmt nýjum tölum frá opinberum aðilum í Bandaríkjunum. Árstíðaleiðrétt verðlækkun í júní nam 0,6%.

Stjórnendur hjá opinberum húsnæðisstofnunum í Bandaríkjunum hafa hvatt til þess að húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac auki útlán sín og minnki greiðslumatskröfur til að koma lagi á húsnæðismarkaðinn. Bandaríska ríkið tók yfir Fannie og Freddie fyrr í þessum mánuði vegna fyrirsjáanlegs gjaldþrots sjóðanna.