Bifreiðaíhlutaframleiðandinn Visteon í Bandaríkjunum er nú sagður vera að komast í þrot samkvæmt frétt The Detroit News í morgun. Er þar talið líklegt að samþykkt verði að taka fyrirtækið í gjaldþrotameðferð síðar í dag, en fyrirtækið tapaði 681 milljón dollara á síðasta ári.

Visteon var stofnað út úr bílaframleiðslu Ford Motor Co. árið 2000, en komast í raun aldrei almennilega á lappirnar. Ford samþykkti að taka fyrirtækið að mestu yfir að nýju árið 2005. Síðan hefur Ford barist við að selja eignir Visteon á meðan Visteon hefur barist við að finna nýja viðskiptavini.

Allar tilraunir til að selja íhlutafyrirtækið til öflugri íhlutaframleiðanda hafa mistekist. Fyrr í þessum mánuði var gert ráð fyrir að Ford tæki á sig ábyrgð á 163 milljóna dollara eldri lánum til Visteon. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs minkaði sala á vörum Visteon um 50%.