Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í viðskiptum dagsins. Samdráttur hjá iðnfyrirtækjum var meiri en væntingar stóðu til og greiningaraðilar lækkuðu tekjuspá sína fyrir fyrirtæki innan iðngeirans. Þriggja milljarða fjárfesting Warren Buffet í General Electric reyndist ekki nógu góð tíðindi til að vega alveg á móti lækkuninni. Bloomberg segir frá þessu.

S&P 500 lækkaði um 0,5%, Dow Jones um 0,2% og Nasdaq um 1,1%.

Deustche Bank lækkaði afkomuspá General Electric talsvert sem olli 9,8% lækkun á gengi bréfa félagsins. Eins og áður sagði fjárfesti Warren Buffet fyrir þrjá milljarða í félaginu, en hann hyggst fá fleiri fjárfesta til liðs við sig í félaginu og safna um 12 milljörðum dollara í viðbót.