Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% og lauk í 12.156,77.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 0,4% og lauk í 2375,88.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 1382,84.

Dow Jones vísitalan hækkar enn og hefur enn náð sögulegu hámarki, en mikið var um fjárfestingar í kjölfar væntinga um að úrslit þingkosninga í Bandaríkjunum yrðu viðskiptalífinu til bóta, segir í frétt Dow Jones.

Boeing hækkaði í kjölfar þess að hafa tryggt sér 2,3 milljarða dala samning við flugfélagið FedEx. Góð uppgjör Toyota Motor og Emerson Electric urðu einnig til hækkunnar.

Þingkosningarnar höfðu þó mest áhrif, segir í fréttinni. En fjárfestar voru bjartsýnir um að Demókratar næðu völdum, en ein kenning á fjármálamörkuðum þar ytra segir að á meðan völdum er skipt á milli flokka hægi á setningu á íþyngjandi reglugerða á viðskiptalífið.

Greiningaraðili Prudental Securities segir að Wall Street líki ekki við breytingar og því sé jákvætt að nú sé ekki fyrirséð að stórfelldar heimidlir verði veittar um eyðslu ríkissjóðs, skattalækkanir Bush verði ekki dregnar til baka og engar nýjar reglugerðir verði settar á fyrirtæki. Nú sé grænt ljós á hlutabréfamörkuðum þar sem nú séu fjárfestar verndaðir fyrir meiriháttar breytingum.

Olíufatið lækkaði um 1,09 Bandaríkjadali og seldist fatið á 58,93 dali.