Bandaríkin fluttu inn 8,91 millljónir fata á olíu á dag í fyrra og hefur innflutningur þeirra á olíu ekki verið minni frá árinu 1999 að því er kemur fram í frétt Financial Times. Hlutfall innfluttrar olíu af heildarnotkun Bandaríkjamanna lækkaði í innan við 45% og hefur það ekki verið lægra í 17 ár.

Þrátt fyrir þessa þróun eru Bandaríkin enn sem fyrr langstærsti einstaki innflytjandi á olíu í heiminum en minnkandi innflutningur gerir það að verkum að þaueru ekki eins viðkvæm fyrir hugsanlegum sveiflum á framboðslhliðinni á heimsmarkaði, eins og t.d. vegna Írans. Minnkandi olíuinnflutningur skýrist bæði af fallandi eftirspurn og aukinni framleiðslu Bandaríkjanna sjálfra á olíu og Bandaríkjamenn færast því nær markmiði sínu um að vera orðnir sjálfir sér nógir um olíu eftir 20 ár.