Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,05% í 12.080,73.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 0,1% í 2366,71.

S&P 500 hækkaði um 0,01% í 1377,94.

Hagstæð uppgjör stórfyrirtækja á borð við Eastman Kodak dugðu ekki til að vega á móti minnkandi trausti neytenda um framtíð efnahagsins.

Vísitala sem mælir traust neytenda lækkaði niður í 105,4 úr 105,9 í september, en sú niðurstaða var talsvert undir væntingum greiningaraðila sem höfðu spáð að hún mældist 107,8.

Olíufatið hækkaði um 37 sent, upp í 58,73 Bandaríkjadali.