Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,03% í 12.086,5.

NASDAQ vísitalan hækkaði um 0,6% í 2363,77.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,04% í 1377,93.

Lítil viðbrögð voru við lækkandi einkaneyslu í september og minnkandi sölu í Wal-Mart verslunarkeðjunni. Það að markaðirnir geti staðið af sér slæmar fréttir á borð við þessar þykir sýna að fjárfestar hafi trú á því að efnahagurinn stefni í rétta átt, segir í frétt Dow Jones.

Einkaneysla jókst aðeins um 0,1% í september, sem er minnsta aukning sem hefur verið á tíu mánaða tímabili. Tekjur heimilanna jukust hins vegar um 0,5%.

Olíufatið féll um 2,39 Bandaríkjadali, niður í 58,36 dali á fatið. Enn eru uppi efasemdir um hvort OPEC ríkin munu standa við minnkun á olíuframleiðslu, einnig er talið að hráolíubirgðir bandaríkjanna séu að aukast, en gögn um það verða birt á morgun.