Lækkun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum þennan síðasta dag ársins. Nasdaq lækkaði um 0,83%, Dow Jones um 0,76% og Standard & Poor's um 0,69%.

Lítið var um fréttir af mörkuðum og virðist sem áhugaleysi hafi einkennt markaði vestanhafs. Nasdaq sýndi rauðar tölur allan daginn og segir WSJ að þrátt fyrir að mikið skemmtanahald verði á fólki í kvöld hafi timburmenni ríkt á mörkuðum í dag.

Bæði Amazon og EBay lækkuðu í dag en netsala hefur eins og margoft hefur komið fram verið langt undir væntingum í desember og bæði fyrirtækin lækkað nokkuð. Amazon féll um tæplega 2% og EBay um 1,6%.

Exxon olíufélagið lækkaði einnig í dag og Freeport-McMoRan koparframleiðandi lækkaði einnig. Olía, gull og kopar hafa fallið í verði í dag. Olíutunnan lækkaði um 21 cent í dag dag og í lok dags kostaði tunnan 95,79 bandaríkjadali.

Fjármálafyrirtæki hækkuðu þó í dag. Kreditkortafyrirtækið American Express og bankinn JP Morgan leiddu hækkun fjármálafyrirtækja. American Express hækkaði um 2,8% og JP Morgan um 2%.