Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,3% niður í 11.950,02, en vísitalan var skammt frá því að komast í 12,000 stiga markið í gær.

NASDAQ vísitalan lækkaði um 0,8% niður í 2344,95. S&P500 vísitalan lækkaði um 0,4% niður í 1364,04.

Vísitala heildsöluverðs var hærri en spáð hafði verið og sem þykir gefa til kynna að líklegra sé að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti.

Motorola lækkaði um 8,7%, en minnkandi sala á erlendum mörkuðum urðu til þess að tekjur fyrirtækisins voru undir væntingum greiningaraðila. Intel hækkaði um 3,1%, en sala Intel lækkaði um 12% en var þó yfir spám markaðsaðila.