Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,04% og lauk í 12.221,93.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,02% og lauk í 2341,77.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,1% og lauk í 1400,63.

Viðskipti gærdagsins voru reikul, en hækkun orkufyrirtækja vó á móti áhrifa birtingar framleiðsluvísitölu og söluspá Wal-Mart verslunarkeðjunnar, sem hvoru tveggja voru undir væntingum. Bandaríkjadalurinn hélt áfram að lækka, en olíufatið hefur hækkað nú fimm daga í röð og seldist síðast hærra um miðjan september.

Birting Chicago Purchasing Manager Index vísitölunar hafði talsverð áhrif á markaði, en vísitalan féll niður í 49,9 í nóvember, samanborið við 53,5 í október. En ef vísitalan fer niður fyrir 50 bendir það til efnahagssamdráttar, en vísitalan fór síðast niður fyrir 50 í apríl 2003.

Wal-Mart verslunarkeðja, sem þykir gefa góða vísbendingu um smásölu í Bandaríkjunum, spáir því að sala í verlsununum muni aðeins aukast um 1% í desember.