Í gær varð lækkun á mörkuðum en í dag tók þeir örlítið við sér. Nasdaq lækkaði þó um 0,27% og stendur vísitalan í 2602,68 stigum. Vísitalan flakkaði nokkuð fyrir ofan og neðan núllið í dag. Hækkaði í byrjun dags en fór í mínus fyrir hádegi. Síðan hækkaði hún aftur og rétt eftir hádegi hafði hún hækkað um 1,8%. Eftir kl. 14 að staðartíma í New York fór hún nokkuð lækkandi en lækkunin varð minni síðasta klukkutímann og endaði hún sem fyrr segir í 0,27% lækkun.

Dow Jones hækkaði aftur á móti um 0,10% en Standard & Poor's vísitalan stóð í stað í dag.

Bandaríska viðskiptaráðuneytið kynnti í dag skýrslu sem gaf til kynna að pantanir á verksmiðjuframleiddum vörum í Bandaríkjunum hækkuðu um 1,5% í nóvember. Við þessar fréttir fóru hlutabréf almennt nokkuð upp um miðjan dag. Á svipuðum tima bárust fréttir af því að um 40.000 ný störf höfðu skapast í einkageiranum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en það er þó undir væntingum og hefur ekki verið minni frá því í ágúst síðastliðnum. Í fyrramálið munu nýjustu tölur um atvinnuleysi berast frá opinberum aðilum en upplýsingar úr henni hafa þegar lekið til fjölmiðla og þar kemur fram að atvinnuleysi hafi aukist og sé nú um 4,8%. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu og setur fyrirvara á upplýsingarnar.

Bílaframleiðendur voru í vandræðum í dag en bæði Ford og General Motors lækkuðu. Ford um 1,15% og GM um 2%. General Motors tilkynntu að sala í desember hefði minnkað um 5,2% og Ford tilkynnti á sama tíma að sala í desember hefði minnkað um 7,8%. Þetta er nokkuð í takt við fyrri væntingar en

Olíuverð fór um tíma í 100,09 bandaríkjadali á tunnuna en í lok dags kostaði tunnan 99,62 dali.