Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa aldrei hækkað jafnmikið á kosningadegi í 24 ár, en félög í fjármála- og orkugeiranum hækkuðu einna mest. Hrávöruverð hækkuðu almennt, auk þess sem væntingar þess efnis að yfirvöld muni koma fleiri fyrirtækjum til hjálpar studdu við verðþróun upp á við. Bloomberg segir frá þessu.

Dow Jones hækkaði um 3,3%, S&P 500 um 4,1% og Nasdaq um 3,1%.

General Electric hækkaði um 6,7% í viðskiptum dagsins. Olíufyrirtækin Exxon Mobil og Chevron hækkuðu einnig hressilega samfara hækkandi olíuverði.