Markaðir í Bandaríkjunum tóku dýfu í dag. Nasdaq lækkaði um 2,14%, Dow Jones lækkaði um 1,83% og Standard & Poor's lækkaði um 2,32%.

Það voru nokkur atriði sem helst höfðu áhrif á lækkun dagsins í dag. Þrír stærstu bankar Bandaríkjanna, Citigroup, Bank of America og JP Morgan lækkuðu allir í dag. Fannie Mae og Freddi Mac stærstu fasteignafjármálafyrirtæki vestanhafs eftir að greint var frá því að afkoma þeirra yrði mun verri en búist hafði verið við. Target og Macy's greindu einnig frá því að verslanirnar búist við lægri sölu um hátíðarnar í ár en fyrri ár.

Öll sú hækkun sem til kom síðastliðin föstudag gekk til baka í dag og gott betur. Greint var frá því að Citigroup bankinn muni á næstunni segja upp allt að 45.000 manns eða um 15% starfsmanna.

Financial Times greinir frá því að markaðir séu enn að jafna sig eftir slæmar vikur. Þrátt fyrir hækkun síðasta föstudag sé ekkert sem bendi til þess að mikil hækkun muni eiga sér stað næstu vikur. Forstjóri Bank of America sagði í dag að markaðir þyrftu lengri tíma til að losa um þá spennu sem ríkt hefur síðustu vikur.