Bandaríkin er mjög mikilvægt markaðssvæði fyrir margar tegundir sjávarafurða, segir greiningardeild Glitnis en hún hefur gefið út skýrslu um bandarískan sjávarútveg.

Bandaríkin eru mjög háð innflutningi á sjávarafurðum en skipa engu að síður þriðjasætið yfir stærstu fiskiveiðiþjóðirnar.

Af neyslu sjávarafurðum í Bandaríkjunum voru 88% innfluttar. Kanadamenn, Tælendingar og Kínverjar flytja mest inn til Bandaríkjanna af sjávarafurðum.

?Af einstökum tegundum veiða Bandaríkjamenn mest af Alaskaufsa en auk þess eru skelfisktegundir þeim einnig mikilvægar," segir greiningardeildin.

Ef við skoðum neysluþróunina þá hefur neysla á sjávarafurðum og alifuglakjöti í Bandaríkjunum, mælt á hvern íbúa, aukist á síðustu árum en neysla á rauðu kjöti hefur staðið í stað.

?Þróun síðustu ára hefur sýnt að neysla á rækju, laxi og eldistegundinni tilapia (hvítfisktegund) hefur aukist mest. Neysla á túnfiski hefur hins vegar staðnað og neysla á ufsa og þorski hefur dregist saman," segir greiningardeildin.