Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu annan daginn í röð, en fjárfestar óttast nú að 700 milljarða dollara björgunaraðgerð hins opinbera muni tefjast í þinginu. Ben Bernanke seðlabankastjóri að gríðarlega mikilvægt væri að halda bandaríska hagkerfinu frá því að lenda í kreppu. Bloomberg segir frá þessu í kvöld.

S&P 500 lækkaði um 0,7%, en vísitalan hafði hækkað um 1,2% fyrr um daginn. Dow Jones fór niður um 0,8% og Nasdaq lækkaði um lítillega.

Citigroup og Bank of America lækkuðu um meira en 3% í kjölfar þess að bankanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti yfir efasemdum um áætlanir Henry Paulson, fjármálaráðherra að kaupa upp allra eitruðustu húsnæðislánavafningana á markaðnum.

General Electric, þriðja stærsta fyrirtæki heims, lækkaði síðan um 5% eftir að greiningaraðilar breyttu horfum fyrirtækisins í neikvæðar, vegna almenns þrýsting á tekjustofna félagsins.

______________________________________

Þess má geta að björgunaraðgerðum yfirvalda í Bandaríkjunum verða gerð nánari skil í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .