Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jack Lew, hefur tilkynnt að ríkisstjórn Barack Obama sé að nálgast skuldaþakið svokallaða. Eins og frægt er orðið var það hækkað síðast í janúar. Þetta kemur fram á vef BBC .

Lew sagði að ef skuldaþakið yrði ekki hækkað frekar gæti ríkið ekki staðið við skuldbindingarnar sínar á borð við lífeyrisgreiðslur, laun til hermanna og fleira. Talið er að skuldir ríkisins nái hámarkinu um miðjan október.

Sem stendur er skuldaþakið 16,7 þúsund milljarðar dollara.

Margir repúblikanar hafa sagt að þeir myndu einungis styðja hækkun á skuldaþakinu ef aðgerðir sem fela í sér niðurskurð á útgjöldum ríkisins fylgja með. Meðal þeirra er forseti þingsins, John Boehner.