Seðlabanki Bandaríkjanna í New York hélt í gærkvöld neyðarfund til að ræða vandamál fjárfestingabankans Lehman Brothers.

Meðal þeirra sem mættu voru Henry Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins, John Mack forstjóri Morgan Stanley og forstjóri Merrill Lynch, John Thain.