Á fundi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, og varaforseta Kína, Wu Yi, náðist samkomulag um að Kína grípi til aðgerða sem muni leiða til þess að Kínverjar opni enn frekar fjármálaþjónustumarkað sinn fyrir erlendum fyrirtækjum. Kína mun samkvæmt samkomulaginu aflétta takmörkunum á aðgengi nýrra hlutabréfafyrirtækja að mörkuðum, sem mun skapa bandarískum fyrirtækjum tækifæri og blása lífi í samkeppni í hlutabréfaviðskipti í Kína, ásamt því að færa nýja sérfræðiþekkingu inn á markaðinn, segir Paulson. Þá verður erlendum bönkum umsvifalaust heimilt að bjóða upp á sína eigin tegund af debit- og kreditkortum.