Olíuverðslækkun studdi við hækkun hlutabréfavísitalna vestanhafs í dag. Smásölufyrirtæki og greiðslukortafyrirtæki hækkuðu ríflega í dag. Goldman Sachs spáð Wal Mart meiri hagnaði en áður var talið. Bloomberg segir frá þessu í dag. S&P 500 hækkaði um 0,4%, en vísitalan hækkaði um alls 2,9% í síðustu viku. Dow Jones hækkaði lítillega um 0,1% og Nasdaq bætti við sig 0,8%. Olíutunnan kostaði 114,38 dollara við lokun markaða í New York.