*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 8. nóvember 2021 11:01

Bandaríkin opna á ný

Eftir nærri tveggja ára lokun landamæra Bandaríkjanna hafa þau verið opnuð fyrir fullbólusetta ferðamenn.

Ritstjórn
Fullbólusettir íbúar Evrópusambandsins geta nú ferðast til Bandaríkjanna, í fyrsta skipti í nærri tvö ár.
vb.is

Frá og með deginum í dag geta erlendir ferðamenn ferðast til Bandaríkjanna, en landamæri landsins hafa verið nærri lokuð í hátt í tvö ár, eða allt frá því að heimsfaraldur Covid-19 fór á skrið. Til þess að komast inn í landið þurfa ferðalangar að sýna  fram á fulla bólusetningu með bóluefni sem samþykkt er af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Er um að ræða mikið fagnaðarefni fyrir marga, til að mynda íslenska flugfélagið Icelandair en leiðarkerfi félagsins snýst um að vera tengipunktur milli Evrópu og Norður-Ameríku, enda Ísland staðsett nánast mitt á milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna.

Ferðabannið náði yfir fjölda landa en frá og með deginum í dag geta íbúar frá Brasilíu, Kína, Indlandi, Írlandi, Suður-Afríku´Íran og Schengen löndunum í Evrópu, þar á meðal Íslandi, ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvætt veirupróf.

Stikkorð: Bandaríkin Bandaríkin Covid-19