Þrátt fyrir að druslustyrkjaátakið í Bandaríkjunum hafi hleypt lífi í sölu nýrra bíla, þá dróst salan á almennu neysluvörum saman í júlí, þvert á spár hagfræðinga.

The New York Times greinir frá þessu í dag og er þar vitnað til talna atvinnumálaráðuneytisins. Þar kemur fram að samdrátturinn á sölu á almennum neysluvörum dróst saman í júlí um 1%. Hagfræðingar höfðu aftur á móti spáð 0,7% bata.

„Við erum raunverulega ekki komin í gengum skógin ennþá,” segir Julia Coronado, háttsettur hagfræðingur hjá PNP Paribas. “Neitendur eru enn mjög aðhaldssamir og eru ekki tilbúnir að fara út og eyða peningum.”

Átak bandaríkjastjórnar þar sem fólk fær styrki til að kaupa bíla gegn því að setja þá gömlu í brotajárn, skilaði 2,4% aukningu á bílasölu í síðasta mánuði. Hins vegar minnkaði sala á varahlutum um 0,6%.