Sala á nýjum íbúðum í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægri í rúm 17 ½ ár en verðlag á nýjum íbúðum hefur ekki verið lægri í fjögur ár að sögn Reuters fréttastofunnar.

Um 460 þúsund nýjar íbúðir seldust í ágúst sem er 11,5% samdráttur milli mánaða og töluvert undir væntingum greiningaraðila sem höfðu búist við sölu 510 þúsund nýrra íbúða.

Í janúar árið 1991 seldust 401 þúsund íbúðir en í febrúar sama ár seldust 465 þúsund íbúðir.

Þá var meðalverð nýrra íbúða 221.900 dalir í ágúst sem er 5,5% samdráttur frá fyrri mánuði. Verðið hefur ekki verið lægra frá því í október árið 2004.