Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs lækkuðu hressilega í viðskiptum dagins í kjölfar þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér nýja skýrslu um húsnæðismarkaðinn. Telur sjóðurinn að endalok samdráttar á húsnæðismarkaðnum séu hvergi í augnsýn. Bloomberg greinir svo frá..

S&P 500 lækkaði um 1,9%, Dow Jones lækkaði um 2,1% og Nasdaq lækkaði um 2%.

Fjárfestingabankinn Merrill Lynch og húsnæðislánasjóðurinn Fannie Mae féllu mest allra fjármálafyrirtækja, en sá hluti S&P-vísitölunnar féll allra mest. Fjármálafyrirtæki hafa nú lækkað ríflega þrjá viðskiptadaga í röð.