*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Erlent 29. ágúst 2019 17:03

Skoða útgáfu 50 ára skuldabréfa

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, segir að áhugi sé fyrir því að gefa út 50 til 100 ára löng skuldabréf.

Ritstjórn
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna
epa

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin segir að áhugi sé fyrir því að bandaríska ríkið gefi út 50 til 100 ára löng skuldabréf.

Mnuchin hefur síðan að hann hóf störf, árið 2017, sýnt útgáfu langtímabréfa áhuga. Ekkert hefur orðið af tillögunni en sögulega lágir vextir sem Bandaríkin búa við ættu að ýta undir kjöraðstæður fyrir að skoða þessi mál aftur. Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Útgáfa bréfanna ætti að geta hjálpað til við að lágmarka kostnað skattgreiðenda við að borga upp núverandi skuldir ríkisins. Skuldir bandaríska ríkisins hafa aldrei verið hærri. Halli á fjárlögum nemur nú um einni billjón bandaríkjadollara árlega, um það bil 125 billjónum íslenskra króna.