Smásala í Bandaríkjunum dróst saman um 1,2% í september mánuði og er þetta, að sögn Reuters fréttastofunnar mesta lækkun milli mánaða í þrjú ár.

Smásala hafði dregist saman um 0,4% milli mánaða í ágúst.

Þetta er mun meiri samdráttur en gert hafði verið ráð fyrir en hagfræðingar á vegum Reuters höfðu gert ráð fyrir 0,7% samdrætti í smásölu í september.