Smásöluverslun jókst í Bandaríkjunum í mars þvert á við það sem sérfræðingar höfðu búist við að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Smásalan jókst um 0,2% eftir að hafa dregist saman um 0,4% í febrúar.

Vel er fylgst með smásöluverslun í Bandaríkjunum því hún telur, að sögn Bloomberg, um tvo þriðju hluta efnahagskerfi landsins.

Mestu munar um hækkun á eldsneyti um 1,1% og segir viðmælandi Bloomberg það gefa ranga mynd af þróun mála.

„Neysluvísitalan hækkar vegna verðhækkana á eldsneyti og mat en það veikir aftur á móti neyslu á öðrum vörum, þannig að samdráttur getur enn átt sér stað,“ segir Kevin Logan, yfirhagfræðingur Dresdner Kleinwort í New York.

Viðmælandi BBC tekur í sama streng. „Veikleikinn liggur í húsgögnum, rafmagnsvörum, byggingarvörum og fatnaði,“ segir Christopher Low hjá FTN Financial í samtalið við BBC.