Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í dag. S&P 500-vísitalan fór niður fyrir 1.000 stig í fyrsta skipti síðan 2003. Fregnir bárust af því að efnahagur fjármála- og fasteignafyrirtækja versnaði hratt sökum aukins alvarleika lánsfjárkreppunnar.

Dow Jones lækkaði um 5,1%, S&P 500 um 5,7% og Nasdaq lækkaði um 4,3%. Fjórtán hlutabréf féllu fyrir hvert sem hækkaði í kauphöllinni í New York, að því er Bloomberg greinir frá. S&P 500 hefur nú lækkað um 32% á þessu ári. Sama hlutfall fyrir Dow Jones er 29%. Um er að ræða versta hrap markaðarins síðan 1937.

Bank of America lækkaði um 26%, en eftir lokun markaða í gær barst tilkynning þess efnis að arðgreiðslur myndu minnka um 50% og 10 milljarða dollara hlutafjárútboð væri áætlað til að undirbúa komandi kreppu.  Fjármálavísitala S&P lækkaði um 12% og náði sínu lægsta gildi síðan 1997 þrátt fyrir að Ben Bernanke, seðlbankastjóri gæfi til kynna að vaxtalækkun kynni að vera í nánd.