Snörp verðlækkun á olíu hafði lækkandi áhrif á gengi bréfa í orkugeiranum vestanhafs í dag. Einnig virðist sem fjárfestar hafi misst trú á björgunaraðgerðum stjórnvalda fyrir húsnæðislánasjóðina Freddie Mac og Fannie Mae. Bloomberg segir frá þessu.

S&P 500 lækkaði um 1,1%, og hefur nú ekki verið lægri í þrjú ár. Dow Jones lækkaði um 0,8% og Nasdaq um 0,1%.

Dollarinn náði jafnframt sögulegu lágmarki sínu gagnvart evru, en bandaríski seðlabankinn sendi út nokkuð neikvæð skilaboð í dag um verðbólguhorfur hagkerfisins þar í landi.