Hagfræðingar vestanhafs telja líkurnar á löngu samdráttarskeiði hafa aukist mikið.

Einkaneysla í Bandaríkjunum hefur nú dregist mikið saman vegna aukins atvinnuleysis og erfiðra skilyrða á fjármálamörkuðum.

Samkvæmt könnun sem CNN greinir frá er reiknað með 0,2% hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári.

Flestir þeirra sérfræðinga sem tóku þátt í könnuninni telja að samdrátturinn muni vara umfram fyrsta fjórðung næsta árs.