Spáð er 3-9% samdrætti í auglýsingatekjum fjölmðiðla á næsta ári í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í frétt WSJ í dag þar sem sagt er frá nýjum tölum um auglýsingamarkaðinn sem kynntar verða á ráðstefnu UBS í New York í dag. Tölurnar má sjá í meðfylgjandi töflu.

Spá Fitch um 6-9% samdrátt er í samræmi við samdráttinn sem varð eftir að netbólan sprakk og Bandaríkin urðu fyrir hryðjuverkaárás árið 2001. Það ár var það versta frá því árið 1970.

Vefurinn og sjónvarpið sleppa best

Því er spáð að minni auglýsingatekjur muni bitna mest á dagblöðum, tímaritum og útvarpi þar sem auglýsindur muni flytja sig yfir í stafræna miðla.

Talið er að auglýsingar á vefnum muni halda áfram að aukast, en þó ekki eins hratt og á liðnum árum. Þær muni aukast um 5% á næsta ári eftir 16% vöxt í ár.

Auglýsingar í sjónvarpi eru einnig taldar munu standa samdráttinn nokkuð vel af sér. Ástæðan er sú að fólk horfir meira á sjónvarp í niðursveiflu  þar sem sjónvarp er ódýr afþreying, að því er WSJ hefur eftir Zenith.