Nýundirrituð fjárlög Bandaríkjanna, sem nema einhverjum 1,8 billjónum bandaríkjadala, gera ráð fyrir að gefa um það bil 3,1 milljarð bandaríkjadala til ísraelska ríkisins.

Fjárhæðin, sem nemur rúmlega 390 milljörðum íslenskra króna, verður nýtt til kaupa á eldflaugaskotfæri í varnarkerfin Iron Dome og David's Sling.

Auk þess munu 200 milljónir af þessum 3 milljörðum fara í endurnýjun á vopnabúnaði sem geymdur er í þágu bandaríska hersins á ísraelskri grund, til nota í neyðartilfellum.

Þá hefur ísraelska ríkið beðið um frekari styrkveitingar frá bandaríska hernum, en á lista þeirra má til að mynda sjá F-15 leyndarþotur auk F-35 þotanna sem herinn hefur þegar lofað þeim.

Stuðningspakkinn er hluti af greinargerð sem George Bush yngri samþykkti árið 2007 um að Ísrael fengi sér til stuðnings 30 milljarða bandaríkjadala á tíu árum.