Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Þannig lækkuðu Nasdaq og Dow Jones um 1,8% en S&P 500 lækkaði um 1,6% og hefur ekki lækkað jafn mikið á tveimur dögum í tvo mánuði.

Bankar og fjármálafyrirtæki lækkuðu nokkuð í dag auk flugfélaga.

Bloomberg fréttaveitan segir bandaríska Seðlabankann hafa gefið út óskýr skilaboð um að bankinn hafi lokið vaxtalækkunarferli sínu þrátt fyrir að verðbólgutölur hafi verið jákvæðar í maí. Þá þykja endalausar hækkanir á olíu komnar fram úr góðu hófi þar sem „allir aðrir en olíufélögin tapa“ á því eins og einn viðmælandi Reuters fréttastofunnar orðar það.