Bandaríska ríkisstjórnin hefur skuldsett sig um 60 þúsund milljarða íslenskra króna á þeim ellefu dögum sem liðið hafa frá hækkun skuldaþaks ríkissjóðs.

Upphæðin, sem er 462 milljarðar bandaríkjadala, er einhver þrjátíuföld landsframleiðsla Íslands á einu ári, en hún nemur einhverjum 17 milljörðum bandaríkjadala eða 2210 milljörðum íslenskra króna.

Skuldsetningin er sú mesta í sögu Bandaríkjanna, og færir Barack Obama Bandaríkjaforseta skrefinu nær því að skuldsetja þjóðina um 20 billjónir bandaríkjadala, sem gæti tekist áður en hann lýkur embættisstörfum sínum í janúar 2017.