Bandaríska öldungadeildarþingmenn studdu í gær frumvarp sem á að þvinga stjórnvöld í Kína til að láta af handstýringu kínverska júansins. Gangi væntingar þeirra eftir styrkist júanið með minni innflutningi frá Kína en nú er.

Frumvarpinu er ekki sérstaklega beint gegn Kína heldur þeim löndum sem Bandaríkjastjórn telur að haldi gengi gjaldmiðla sinna lágum í því skyni að efla viðskiptin. Fari það í gegnum þingið er stjórnvöldum vestanhafs leyfilegt að leggja innflutningstolla á vörur frá þessum tilteknu löndum.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa um langt skeið haldið því fram að gengi júansins sé of lágt sem valdi því að innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna hefur aukist mikið og störfum þar af leiðandi fækkað í Bandaríkjunum.

Frumvarpið bíður nú umfjöllunar hjá fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja það eigið það að verða að lögum. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir lítinn stuðning við frumvarpið á þinginu enda óttist þar margir að hvers lags þvinganir geti spillt fyrir viðskiptasamböndum kínverskra og bandarískra fyrirtækja.