Væntingavísitalan í Bandaríkjunum heldur áfram að lækka og hefur ekki verið lægri í fimm ár að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Væntingavísitalan er í apríl 62,3 stig en var 65,9 stig í mars. Miðað er við 100 stig, ef vísitalan er undir 100 stigum er talað um svartsýni neytenda en bjartsýni sé hún yfir 100 stigum.

Hækkandi verð á eldsneyti og matvöru er talin meginástæða fyrir svartsýni neytenda auk vandamála á fasteignamarkaði.

Væntingavísitalan er þó hærri en spá Bloomberg hafði gert ráð fyrir en fréttaveitan var samkvæmt skoðanakönnun meðal greiningardeilda búin að gera ráð fyrir að vísitalan yrði 61 stigi í apríl.