Bandaríska Væntingavísitalan hefur nú, líkt og sú íslenska, náð algjöru lágmarki.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en Væntingavísitalan mældist 38 stig í október en hafði verið 61,4 stig í september og hríðfellur því milli mánaða.

Að sögn Reuters má rekja lækkunin til vaxandi ótta einstaklinga vegna fjármálakrísunnar en hún hefur valdið því að fólk óttast um starfs sitt og er svartsýnt á næstu mánuði.

Væntingavísitalan náði áður lágmarki í desember árið 1974 þegar hún mældist 43,2 stig.

Fyrir ári síðan mældist vísitalan í 118 stigum.