Bandaríkjadalur hefur ekki verið lægri gagnvart evrunni í 20 mánuði, en í morgun voru var birt framleiðsluvístala í Bandaríkjunum sem var undir væntingum og gaf því enn eina ástæðu fyrir því að selja Bandaríkjadali, segir í frétt Dow Jones.

Framleiðsluvísitalan lækkaði niður í 49,9 í nóvember, samanborið við 53,5 í október, en greiningaraðilar höfðu spáð að hún myndi hækka í 54,8.

Bandaríkjadalurinn byrjaði að lækka örfáum mínútum áður en gögnin voru birt og fór evran hæst í 1,325 gagnvart Bandaríkjadal. Sterlingpundið hélt einnig áfram að styrkjast og stóð hæst í 1,9637 gagnvart Bandaríkjadalnum, en pundið hefur ekki verið hærra gagnvart Bandaríkjadal í 14 mánuði.