Bandaríkjadalur kostar í lok dags í gær 64,47 krónur og hefur ekki verið ódýrari frá því í október 1995, áður en virkur gjaldeyrismarkaður tók til starfa hér á landi. Evran kostaði 85,64 krónur og breska pundið 124,13 krónur. Evru/dollar krossinn stendur nú í 1,33.

Krónan styrktist talsvert í gær í ríflega 5 milljarða króna viðskiptum. Krónan byrjaði daginn með því að veikjast lítillega, en um hádegisbil snérist þróunin við og nemur styrking dagsins um 0,6%. Hefur dagslokagengi krónunnar ekki verið hærra frá því þann 3. nóvember 2000, en á þeim tíma fylgdi Seðlabanki Íslands enn fastgengisstefnu.