Bandaríkjadalur hélt áfram að lækka gagnvart evru og jeni í dag. Bandaríkjadalur hefur ekki verið lægri gagnavar jeninu i átta ár að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Gengi Bandaríkjadals var 102,2 gagnvart evru í London í morgun en síðastliðin föstudag fór gengið í 101,43 um tíma. Jafnvel er gert ráð fyrir því að dalurinn fari undar 100 jen á næstunni.

Þá lækkaði bandaríkjadalur einnig gagnvart evru í morgun og var gengi hans 1,5382. Við lokun markaða á föstudag var gengi bandaríkjadals gagnvart evru 1,5335.

Þá skýrist lækkunin fyrst og fremst af væntingu um frekari lækkun stýrivaxta í  Bandaríkjunum en talið er að þeir kunni að lækka um allt að 75 stig í næstu viku. Fari svo verða stýrivextir 2,25% en núverandi stýrivextir eru 3%.