Ekki urðu miklar breytingar á gengi Bandaríkjadals og japanska jensins og evrunnar á mörkuðum Asíu í nótt.

Kemur þetta í kjölfar ræðu Lael Brainard sem situr í stjórn bandaríska seðlabankans, þar sem hún talaði fyrir varkárni í hækkun stýrivaxta.

Hún hefur löngum verið varkár gagnvart hækkunum, en í ræðum annarra stjórnarmanna eins og Daniel Tarullo og Eric Rosengren kom fram meiri vilji til hækkunar.

Væntingar voru um að ef afstaða Brainard væri í átt til hækkunar þá væri líklegt að seðlabankinn myndin hækka stýrivexti fyrr heldur en seinna.

Helstu vísitölur í Asíu og nágrennis þróuðust svona á mörkuðum næturinnar:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,34%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði um 0,40%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 0,07%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,32%
  • Dow Jones Shanghæ vísitalan í Kína hækkaði um 0,04%
  • FTSE China A50 vísitalan lækkaði um 0,26%
  • IDX Composite vísitalan í Indónesíu lækkaði um 1,26%
  • S&P/ASX vísitalan í Ástralíu lækkaði um 0,23%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði um 0,54%