Dollarinn hækkaði gagnvart evrunnni í vikunni og hefur ekki hækkað meira síðan í ágúst 2004. Hækkandi verðbólga í Bandaríkjunum er talin helsti áhrifavaldurinn. Dollarinn hefur hækkað um 1,6% gagnvart evrunni í vikunni.

Þá hafa lækkandi stýrivextir einnig haft áhrif á gang mála. Dollarinn hækkaði um 1,4% gagnvart evrunni í gær og var gengið 1.44 bandaríkjadalir en hafði verið 1.46 dalir á fimmtudag.

Breska puntið gaf einnig eftir gagnvart bandarískum dollar og var gengið 2.02 dalir í gær en hafði verið 2.04 á fimmtudag.

Svissneski frankinn hækkaði hins vegar gagnvart dollar en í lok viðskipta í gær var gengið 1.15 bandaríkjadalir en hafði verið 1.14 á fimmtudag.