Gengi Bandaríkjadals gagnavart evru hefur lækkað í dag og aldrei verið lægra. Lækkunin er sögð stafa af hræðslu um slæmt ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Lækkun dalsins kom í framhaldi af fréttum um áframhaldandi tap bandarískra banka.

Lægst hefur dalurinn farið í 1,48 dali á móti einni evru í dag. Dalurinn hefur einnig veikst gagnvart ensku pundi og jafngilda 2,06 dalir einu pundi samkvæmt því sem segir í frétt á BBC.