Bandaríkjadalur hefur ekki verið veikari gagnvart evru frá upptöku evrunnar árið 1999 samkvæmt því sem segir í Hálffimm fréttum Kaupþings. Lækkun dollars mátti rekja til ótta um að skýrsla sem birt var í dag myndi sýna fram á frekari samdrátt á bandarískum fasteignamarkaði. Raunin varð reyndar allt önnur. Líkur á að bandaríski Seðlabankinn lækki stýrivexti þann 11. desember næstkomandi hafa hækkað í 96% úr 72% á milli mánaða.

Dalurinn lækkaði einnig í kjölfar vangaveltna að sex ríki í Miðausturlöndum muni falla frá fastgengisstefnu við Bandaríkjadal. Sérfræðingar spá því að dollarinn muni falla í $1,50 gagnvart evru á næsta mánuði. Gengi dalsins gagnvart evru féll um 1% í $1,4802 í dag.