Bandaríkjadalur hefur veikst mikið undanfarnar vikur gagnvart öllum helstu viðmiðunar gjaldmiðlum. Útlit er fyrir að Bandaríkjadalur muni veikjast um rúmlega 3% gagnvart evru og japanska jeninu, en hann hefur ekki veikst jafn mikið síðan árið 2009.

Að mati Bloomberg fréttastofunnar þá sýnir veiking Bandaríkjadals að bandarískur efnahagur sé ekki ónæmur gagnvart óróleika á heimsmörkuðum. Fjölgun starfa fer minnkandi í fyrsta skipti síðan í september sl. og drefið hefur enn frekar úr líkum á stýrivaxtahækkun, en sérfræðingar Bloomberg telja nú innan við 50% líkur að bankinn muni hækka vexti á næstkomandi ári.